Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 15. maí 2023 09:40
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 2. umferðar - Selfyssingur bestur
Lengjudeildin
Valdimar Jóhannson er leikmaður 2. umferðar.
Valdimar Jóhannson er leikmaður 2. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Marteinsson í Aftureldingu.
Ásgeir Marteinsson í Aftureldingu.
Mynd: Raggi Óla
Öll lið Lengjudeildarinnar eru komin á blað eftir 2. umferð sem sýnir hversu jöfn og spennandi keppni er framundan í sumar. Eftir hverja umferð í deildinni velur Fótbolti.net úrvalslið umferðarinnar og velur besta leikmanninn.

Leikmaður umferðarinnar:
Valdimar Jóhannson
Valdimar skoraði gott mark fyrir Selfoss sem fór í Breiðholtið og vann 3-2 útisigur gegn Leikni. Auk þess að skora átti Valdimar stoðsendingu og var að ógna mikið á hægri kantinum hjá gestunum. Hann er leikmaður 2. umferðar.



Jón Vignir Pétursson er einnig í liðinu en hann skoraði í Breiðholti. Þá er Dean Martin þjálfari umferðarinnar.

Afturelding er eina lið Lengjudeildarinnar sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en liðið vann nauman sigur gegn Þór 1-0. Georg Bjarnason átti flottan leik í miðverði hjá Aftureldingu og Ásgeir Marteinsson sem var í baráttuhug var valinn maður leiksins og þá er markvörður Þórs, Aron Birkir Stefánsson, einnig í liðinu.

0-0 varð niðurstaðan í leik Grindavíkur og Gróttu. Miðverðir úr liðunum komast í úrvalsliðið; Arnar Þór Helgason í Gróttu og Bjarki Aðalsteinsson í Grindavík. Viktor Jónsson úr ÍA er í liðinu eftir 2-2 jafntefli gegn Vestra á Ísafirði.

Alex Bergmann Arnarsson var valinn maður leiksins þegar tíu Njarðvíkingar gerðu jafntefli gegn Ægi. Besti leikmaður Ægis var Cristofer Rolin sem bjó sífellt til vandræði fyrir varnarmenn Njarðvíkinga. Þá var Sigurvin Reynisson í Fjölni valinn maður leiksins þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Þrótt þar sem Þróttarar skoruðu tvívegis í lok leiksins.

Lið umferðarinnar:
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner