Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 15. maí 2024 11:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán hrósar Orra: FCK væri ekki á toppnum án hans
Orri hefur byrjað síðustu tvo leiki eftir að hafa skorað þrennu sem varamaður gegn AGF þar á undan.
Orri hefur byrjað síðustu tvo leiki eftir að hafa skorað þrennu sem varamaður gegn AGF þar á undan.
Mynd: Getty Images
Andreas Schjelderup.
Andreas Schjelderup.
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Silkeborg, ræddi við Fótbolta.net í vikunni. Hann var spurður út í toppbaráttuna í Danmörku sem er gífurlega spennandi.

FC Kaupmannahöfn er ríkjandi meistari og er liðið á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir. FC Midtjylland er með jafnmörg stig og FCK og í 3. og 4. sæti eru Nordsjælland og Bröndby með 56 stig, tveimur minna en toppliðin.

Stefán ræddi við Fótbolta.net daginn eftir 4-1 tap gegn Nordsjælland á útivelli þar sem hann hafði komið Silkeborg yfir með glæsilegu marki.

Hvaða lið er að fara vinna titilinn?

„Þetta er bara rugl hvernig toppbarátan er, ótrúlega jafnt. Eftir sigurinn gegn Bröndby um helgina þá held ég að FCK sé að fara klára þetta. Þeir eiga tvo heimaleiki eftir og held að þeir muni taka þetta."

„Nordsjælland er hrikalega skemmtilegt lið og þeir hafa komið skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni. Það er eitthvað við þá, en ég ég held að FCK muni klára þetta."


Andreas Schjelderup er 19 ára Norðmaður sem skoraði tvö mörk fyrir Nordsjælland gegn Silkeborg. Schjelderup er samningsbundinn Benfica, var keyptur til Portúgals í janúar í fyrra en var síðasta sumar lánaður aftur til Nordsjælland.

„Hann er hrikalega góður. Þegar hann kemst á boltann og er á deginum sínum þá sést að það var alls ekki af ástæðulausu að Benfica keypti hann á metupphæð. Hann lenti í smá brasi þar og er á láni núna. Hann er búinn að finna töfrana sína aftur."

Hjá FCK er Orri Steinn Ókarsson heldur betur búinn að stimpla sig aftur inn í liðið eftir að hafa takmarkað fengið að spila um miðbik móts.

„Það er geðveikt að sjá hann ná að koma sér aftur í liðið. Orri er toppmaður og búinn að vera fáránlega þolinmóður. Hann hefur unnið að þessu og sýnir með þessu hvað getur gerst ef maður leggur hart að sér. Þjálfarinn hans sagði í viðtali að Orri hefði haldið kjafti og gert sitt inni á vellinum. Það er gjörsamlega að skila sér."

„Hann átti aftur frábæran leik um helgina og er risapartur af því að FCK er allt í einu komið aftur í efsta sætið eftir að allir voru búnir að dæma þá út úr titilbaráttunni. Þeir væru ekki á toppnum án hans,"
sagði Stefán Teitur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner