Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cazorla verður áfram í herbúðum Villarreal
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Santi Cazorla er búinn að skrifa undir nýjan samning við spænska úrvalsdeildarfélagið Villarreal.

Cazorla sneri aftur til Villarreal fyrir síðustu leiktíð og hefur hann ákveðið að taka slaginn aftur með félaginu á næsta tímabili.

Cazorla, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, sneri á dögunum aftur í spænska landsliðið í fyrsta sinn síðan 2015 en hann hefur síðan þá gengist undir ellefu aðgerðir.

Hinn 34 ára gamli Cazorla var utan vallar í 668 daga á tveggja ára tímabili þar sem hann fór í aðgerð á hné, fæti og ökkla.

Cazorla var næstum búinn að missa fótinn eftir eina aðgerðina.

Hann verður að minnsta kosti í eitt ár í viðbót hjá Villarreal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner