Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. júní 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku er miklu spenntari en félagið sjálft
Lukaku yfirgaf Inter síðasta sumar.
Lukaku yfirgaf Inter síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Belgíski sérfræðingurinn Kristof Terreur segir að það verði erfitt fyrir Romelu Lukaku að fara aftur til Inter í sumar.

Lukaku var keyptur til Chelsea síðasta sumar fyrir 100 milljónir punda en hann olli miklum vonbrigðum á tímabilinu sem var að klárast.

Hann endaði á því að vera inn og út úr liðinu hjá Thomas Tuchel, og er núna sagður vilja komast í burtu. Hann hefur verið mikið orðaður við sitt gamla félag, Inter.

Terreur segir að það sé hægara sagt en gert fyrir hinn 29 ára gamla að fara aftur til Inter.

„Buddan er ekki stór og þeir þyrftu örugglega að taka hann á láni eða skipta á leikmönnum. Það verður mjög flókið," sagði Terreur við BBC.

„Inter er að fá Paolo Dybala frítt og fyrir eru Lautaro, Dzeko og Correa hjá félaginu. Ég er ekki viss um að Inter vilji Lukaku eins mikið og Lukaku vill Inter."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner