Enska úrvalsdeildin er farin af stað og Garth Crooks sérfræðingur BBC er kominn úr sumarfríi. Hann sér um að velja lið vikunnar eftir hverja helgi.
Markvörður: Bernd Leno (Fulham) - Everton fékk fjölda færa gegn Fulham en það var Lundúnaliðið sem vann 1-0 útisigur, Bernd Leno var í stuði í rammanum.
Varnarmaður: Joachim Andersen (Crystal Palace) - Daninn var öflugur í vörn Palace sem vann Sheffield United 1-0.
Miðjumaður: Mario Lemina (Wolves) - Úlfarnir voru mun betri á Old Trafford en töpuðu samt 1-0. Hefðu átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma en dómararnir brugðust.
Sóknarmaður: Alexander Isak (Newcastle) - Draumabyrjun á tímabili Newcastle og Isak með tvö mörk í fyrstu umferð.
Athugasemdir