Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 15. september 2021 11:32
Elvar Geir Magnússon
Gunni giskar á 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram í dag og í kvöld.

Gunnar Birgisson, íþróttalýsandi RÚV og meðlimur Innkastsins, spáir í leikina. ÍA, Valur. Víkingur og HK verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin ef spá hans rætist.

ÍR 2 - 4 ÍA (í dag 16:30)
Ef að Gústi félagi minn er í hóp þá gæti ég mögulega þurft að breyta þessari spá. Hann er ótrúlegur leikmaður og hefur gefið efasemdarmönnum langt nef alla leiktíðina. Arnar Halls drillar sína menn í 2-0 forystu en Skaginn hrekkur í gang í seinni. Ísak Snær með 2, eitt af 30 metrunum í vinkilinn.

Vestri 2 - 2 Valur, 2-4 í framlengingu (í dag 16:30)
Þessi leikur fer í framlengingu. Sammi, sem er auðvitað geitin í þessum bransa, hefur gefið sínum mönnum vel af fisk fyrir leikinn og það verður kraftur í þeim í 90 mín. Nikolaj Madsen setur eitt og Pétur Bjarna annað en PP hrekkur í gang fyrir Valsara og skorar öll 4 mörk þeirra.

Fylkir 0 - 2 Víkingur (í kvöld 19:15)
Sem stendur er Vikes bara talsvert betra lið. Fylkir þarf meira á því að halda að halda sér í Pepsi en ef einhver óvænt úrslit verða í kvöld þá verða þau á Wurtharanum(tvítryggingin góða)

HK 2 - 0 Keflavík (í kvöld 19:15)
HK-ingar mæta og sýna djörfung og dug eins og segir í laginu góða. Aukaspyrnu Ívar verður með sýningu af þeim gamla og klárar dæmið. Hugsa að HK fari alla leið í úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner