fim 15. september 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Neville segir bandarísku fjárfestana ógna enskum fótbolta
Gary Neville og Jamie Carragher
Gary Neville og Jamie Carragher
Mynd: EPA
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, er kominn með upp í kok af bandarískum fjárfestum og ætlunum þeirra að breyta enskum fótbolta en hann segir að það verði að stöðva þá áður en það verður of seint.

Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, kom inná það í gær að hann væri til að taka meira úr bandarískum íþróttum og innleiða það í enska boltann.

Stakk hann upp á því að hafa stjörnuleik á milli Norður og Suður Englands, en þær væri hægt að fá allt að 200 milljónir punda í tekjur sem hægt væri að nota til að efla hreyfinguna.

Margir voru hissa á þessari hugmynd hans. Jamie Carragher talaði um það á CBS í gær að þetta væru hrokafull ummæli miðað við hvað hann hefur verið stutt í kringum enska boltann.

Neville tók undir það sem Carragher sagði og kallar hann eftir því að það sé eftirlit með hlutunum í úrvalsdeildinni.

„Ég held áfram að segja þetta en því fyrr sem við fáum eftirlitsaðila inn, því betra. Bandarískar fjárfestingar í enskum fótbolta er skýr ógn fyrir píramídann og mikilvægi leiksins. Þeir skilja ekki leikinn og hugsa allt öðruvísi. Þeir hætta líka ekki fyrr en þeir fá það sem þeir vilja," sagði Neville á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner