Elísabet Gunnarsdóttir lét af störfum hjá sænska félaginu Kristianstad þegar tímabilinu lauk um liðna helgi. Beta, eins og hún er oftast kölluð, var í fimmtán ár hjá félaginu og náði eftirtektarverðum árangri með liðið.
Orri Rafn Sigurðarson fylgist vel með fótboltanum í Skandinavíu og segir hann Elísabetu hafa afþakkað þjálfarastörf í Svíþjóð. Þau hafi bæði komið frá karla- og kvennaliðum.
Orri Rafn Sigurðarson fylgist vel með fótboltanum í Skandinavíu og segir hann Elísabetu hafa afþakkað þjálfarastörf í Svíþjóð. Þau hafi bæði komið frá karla- og kvennaliðum.
Hann segir hana hafa verið í viðræðum við ónefnda Evrópuþjóð um að taka við sem landsliðsþjálfari og að hún sé á lista sem mögulegur kostur sem þjálfari norska kvennalandsliðsins.
Noregur er í 13. sæti á FIFA listanum og er Leif Gunnar Smerud þjálfari liðsins til bráðabirgða. Hege Riise var látin fara sem þjálfari liðsins eftir HM í sumar.
Orri segir ennfremur að félög í bandarísku NWSL deildinni hafi sett sig í samband við Betu.
Elisabet Gunnarsdóttir hefur afþakkað boð um þjalfarastörf í Svíþjóð, bæði karla og kvenna og sögð vera á leið utan????????.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) November 14, 2023
Hun hefur verið i viðræðum við Evrópuþjóð og er einnig sögð á lista sem næsti þjálfari kvennaliðs Noregs.
Félög i NWSL eru sögð hafa sett sig i samband við Betu pic.twitter.com/95bLFmuJVp
Athugasemdir