Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 15. nóvember 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Beta eftirsótt - Orðuð við norska kvennalandsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir lét af störfum hjá sænska félaginu Kristianstad þegar tímabilinu lauk um liðna helgi. Beta, eins og hún er oftast kölluð, var í fimmtán ár hjá félaginu og náði eftirtektarverðum árangri með liðið.

Orri Rafn Sigurðarson fylgist vel með fótboltanum í Skandinavíu og segir hann Elísabetu hafa afþakkað þjálfarastörf í Svíþjóð. Þau hafi bæði komið frá karla- og kvennaliðum.

Hann segir hana hafa verið í viðræðum við ónefnda Evrópuþjóð um að taka við sem landsliðsþjálfari og að hún sé á lista sem mögulegur kostur sem þjálfari norska kvennalandsliðsins.

Noregur er í 13. sæti á FIFA listanum og er Leif Gunnar Smerud þjálfari liðsins til bráðabirgða. Hege Riise var látin fara sem þjálfari liðsins eftir HM í sumar.

Orri segir ennfremur að félög í bandarísku NWSL deildinni hafi sett sig í samband við Betu.

Athugasemdir
banner