Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   sun 15. desember 2019 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær um Haaland: Hann veit hvað hann vill
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var spurður út í sögusagnirnar um Erling Braut Haaland, sóknarmann Red Bull Salzburg, í viðtali eftir leik gegn Everton í dag.

„Hann veit hvað hann vill og hann veit hvað hann mun gera," var svar Solskjær þegar hann var spurður um framherjann.

Um helgina hefur þeirri umræðu verið haldið á lofti að Haaland hafi hitt Solskjær á föstudagskvöldið og ætli að ganga í raðir United þegar hann yfirgefur Salzburg.

Solskjær þjálfaði Haaland þegar þeir voru hjá Molde.
Athugasemdir
banner
banner