Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. janúar 2022 11:31
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle nær samkomulagi við Gosens
Robin Gosens
Robin Gosens
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er búið að ná samkomulagi við Robin Gosens, leikmann Atalanta á Ítalíu, en það er Sky Italia sem greinir frá.

Newcastle ætlar að styrkja hópinn verulega í janúar til að bjarga liðinu frá falli en það hefur þegar fengið þa Chris Wood og Kieran Trippier í þessum mánuði.

Samkvæmt Sky Italia er Newcastle búið að ná samkomulagi við þýska landsliðsmanninn Robin Gosens, sem er á mála hjá Atalanta.

Hann fær þriggja og hálfs árs samning hjá enska félaginu en Newcastle á aðeins eftir að komast að samkomulagi við Atalanta um kaupverð.

Gosens getur spilað bæði sem bakvörður og vængmaður og hefur verið fastamaður í liði Atalanta síðustu ár.

Þjóðverijnn hefur ekkert spilað síðan í september vegna meiðsla aftan í læri en ætti að snúa aftur á völlinn síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner