Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 16. janúar 2024 16:34
Elvar Geir Magnússon
Er Gylfi að leggja skóna á hilluna?
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson íhugar að leggja skóna á hilluna samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Gylfi sneri aftur á völlinn í haust eftir ríflega tveggja ára fjarveru og samdi við Lyngby í Danmörku.

Meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir í endurkomunni og síðasti fótboltaleikur sem hann spilaði var í byrjun nóvember.

Gylfi, sem er einn besti landsliðsmaður í sögu Íslands, sneri aftur í landsliðið fyrir gluggann í október og bætti þá markametið er hann skoraði tvisvar í þægilegum sigri gegn Liechtenstein.

Gylfi hafði byrjað fimm leiki í röð með félagsliði og landsliði þegar Lyngby mætti Vejle 12. nóvember. Þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins. Síðan þá hefur hann ekkert spilað.

Gylfi, sem er 34 ára, var upphaflega valinn í íslenska landsliðshópinn sem núna er við æfingar í Bandaríkjunum en þurfti að draga sig úr hópnum vegna þeirra meiðsla sem eru að hrjá hann.

Nú er hann sagður vera að velta stöðunni fyrir sér og mögulega fari skórnar á hilluna en Lyngby er að búa sig undir að danska úrvalsdeildin fari aftur af stað seinni hluta febrúarmánaðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner