Spænska blaðið Marca segir að það sé frágengið að Trent Alexander-Arnold fari til Real Madrid. Trent, sem er 26 ára, er sagður hafa gert munnlegt samkomulag við Madrídarfélagið.
Bakvörðurinn verður samningslaus hjá Liverpool eftir tímabilið, ásamt Virgil van Dijk og Mohamed Salah. Leikmennirnir mega ræða við erlend félög.
Bakvörðurinn verður samningslaus hjá Liverpool eftir tímabilið, ásamt Virgil van Dijk og Mohamed Salah. Leikmennirnir mega ræða við erlend félög.
Trent getur yfirgefið Liverpool í sumar en Real Madrid vill reyna að fá hann núna í janúar. Hann lék allan leikinn í 1-1 jafnteflinu gegn Nottingham Forest í vikunni en Liverpool, sem er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, mætir Brentford á laugardaginn.
Alphonso Davies, bakvörður Baayern München, er einnig orðaður við Real Madrid.
Athugasemdir