Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Havertz búinn í aðgerð - Búið að vera erfitt andlega og líkamlega
Mynd: EPA
Kai Havertz leikmaður Arsenal gekkst undir aðgerð í gær en hann sleit vöðva aftan í læri í æfingaferð til Dúbaí á dögunum.

Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en horfir nú fram á veginn. Arsenal vann 2 - 0 sigur á Leicester í gær á sama tíma og Havertz gekkst undir aðgerðina.

„Síðustu dagar hafa verið erfiðir að vinna úr, bæði líkamlega og andlega. En það var góður dagur í gær, vel heppnuð aðgerð og sigur," sagði hann í dag.

„Takk fyrir öll skilaboðin og stuðninginn sem ég hef fengið síðustu daga, það hefur hjálpað mér mikið. Nú einbeiti ég mér að því að ná fullum bata og gef liðinu minn stuðning eins og ég get bakvið tjöldin."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner