Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. mars 2023 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diljá aftur til Norrköping (Staðfest) - Stuttur samningur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norrköping tilkynnti í dag að íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers væri aftur mætt til félagsins. Hún var hjá félaginu á láni frá Häcken seinni hluta síðasta tímabils en skiptir nú alfarið yfir.

Hún skrifar undir samning sem gildir út fyrri hluta komandi tímabils, til 10. júlí en þá hefst sumarfrí á sænsku deildinni.

Á síðasta tímabili var hún í lykilhlutverki þegar Norrköping vann sér sæti í efstu deild með frábærum endaspretti í næstefstu deild.

„Það er gott og svolítið skrítið að vera komin aftur til Norrköping, það er eins og það hafi verið í gær sem ég fór til baka til Häcken eftir síðsta tímabil. Ég tek þessa ákvörðun af því ég verð að hugsa um mína framtíð og verð að fá mínútur á vellinum. Ég hef verið valin í landsliðið svo það er mikilvægt að ég taki góðar ákvarðanir í framtíðinni. Norrköping er öruggur staður fyrir mig og ég átti mjög góðan tíma hér á síðasta tímabili. Mér þykir vænt um liðið og hef verið meðvitaður um hvað hefur gerst síðan síðasta tímabil endaði," sagði Diljá við undirskrift.

Diljá er 21 árs og lék í síðasta mánuði sína fyrstu tvo A-landsleiki. Sá þriðji sem hún á skráðan er leikur með U23 landsliðinu síðasta sumar.

„Tækifærið til að fá Diljá kom mjög seint. Við höfum glímt við meiðsli og við ákváðum að grípa tækifærið. Við eigum marga leiki í vor og við vorum ekki búin að fá inn leikmann í stöðu Diljár. Hún þekkir okkur og við þekkjum hana, markaskorari sem er svo góð að við hikuðum ekki þegar tækifærið kom. Hún er mjög jákvæð með að koma hingað til að spila. Hver veit ef það verður framhald á því eftir sumarið," sagði Tor-Arne Fredheim, þjálfari liðsins, um Diljá.

Hér að neðan má sjá viðtal við Diljá sem tekið var í vetur.
Lánið lykill að frábæru gengi Norrköping - „Besta sem ég gat gert"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner