Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. maí 2021 10:26
Fótbolti.net
Tokic urðaði yfir samherja í lok sigurleiks Selfyssinga
Hrvoje Tokic.
Hrvoje Tokic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór Llorens Þórðarson.
Þór Llorens Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir voru góðir og héldu Kórdrengum í skrúfstykkinu," segir Tómas Þór Þórðarson um 3-1 útisigur Selfyssinga gegn Kórdrengjum í Lengjudeildinni.

Rætt er um Lengjudeildina í útvarpsþættinum Fótbolti.net .

Fleiri augu beinast að Selfyssingum eftir komu Gary Martin og verður fróðlegt að fylgjast með samvinnu hans og Hrvoje Tokic.

„Gary Martin var í skrítnu hlutverki, öðruvísi en áður. Hann var númer tíu og spilaði sem tía. Tokic var númer níu og spilaði sem nía. Deano sagði í viðtali eftir leik að þetta hefði eiginlega æxlast svona. Gary Martin dró sig frá markinu. Ég hef aldrei sagt þessi orð áður um Gary Martin," segir Tómas. „Hann var duglegur, en djöfull er hann þykkur og massaður."

Tómas var á leiknum í Breiðholtinu eins og sérfræðingur útvarpsþáttarins, Rafn Markús Vilbergsson.

„Þetta var virkilega vel sett upp hjá Selfossliðinu. menn voru að vinna þetta í tveggja manna teymum. Hafsentarnir, kantmaður og bakvörður, miðjumennirnir tveir og senterarnir tveir. Þetta harmoneraði mjög vel saman. Ef þeir halda mannskapnum heilum þá eru þeir með ágætis lið," segir Rafn Markús.

Tók sendingunni eins og persónulegri árás
Gary Martin leitaði mikið af Tokic en ekki öfugt í leiknum. Tokic skoraði tvö mörk í leiknum og langaði augljóslega í þrennuna. Eftir leikinn fagnaði hann ekki sigrinum heldur hraunaði yfir samherja sinn fyrir að hafa ekki gefið boltann á sig.

„Fimm sekúndum áður en flautað er til leiksloka var varamaðurinn Þór Llorens Þórðarson svona 50 metrum frá marki,. hefði þá getað sent fimm metra sendingu á Tokic sem átti þá eftir að fara 45 metra með boltann, en í staðinn reynir hann drauma bogasendingu í átt að Gary Martin. Sendingin heppnaðist en Gary náði ekki að gera sér mat úr þessu," segir Tómas.

„Tokic missti vitið og byrjaði að urða yfir Þór Llorens. Hann öskraði yfir allt svæðið 'Are you crazy?' eins og hann hafi verið að skora sjálfsmark. Hann drullaði yfir hann og Deano (þjálfari Selfyssinga) þurfti að ganga á milli, Þór fór inn í klefa á meðan reynt var að róa Tokic. Tokic lét eins og kjáni en það er alveg ljóst að það er alvöru samkeppni um markaskorun. Ég held að Tokic sé ekkert sáttur við að það sé komin önnur nía á svæðið. Hann tók þessari sendingu á Gary Martin eins og persónulegri árás."
Útvarpsþátturinn - Pepsi Max, Lengja og enski
Athugasemdir
banner
banner