Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 16. júní 2020 12:15
Hafliði Breiðfjörð
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Okkur er full alvara!
Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net
Úr leik Stjörnunnar og Fylkis í gær.
Úr leik Stjörnunnar og Fylkis í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski fótboltinn er byrjaður að nýju eftir langa seinkun vegna heimsfaraldursins og áhuginn er gríðarlegur á öllum deildum og keppnum.

Fótbolti.net er með lang mestu umfjöllun allra fjölmiðla um allar deildir karla og kvenna í íslenska fótboltanum og þegar tekin er saman tölfræði um hvað við gerðum nýliðna helgi og í gær er listinn svona:

- 70 myndbands viðtöl
- 22 textalýsingar
- 19 myndaveislur
- 2 podcastþættir
- 1 útvarpsþáttur
- Draumaliðsleikir karla og kvenna


Það hafa verið erfiðir tímar og við höfum séð stór skörð hoggin í íþróttafréttamennsku á Íslandi á nýliðnum vetri þar sem margreyndir íþróttafréttamenn misstu starfið sitt á öðrum miðlum.

Fótbolti.net hefur sagst ætla að standa vörð um umfjöllun um fótbolta og við höfum alltaf sagt að við ætluðum að bæta í frekar en draga saman eða standa í stað. Okkur var full alvara með þeim orðum og sýndum um helgina hvað koma skal.

Enski boltinn hefst svo að nýju á morgun og þar ætlum við okkur áfram að vera fremst í umfjöllun.

Þetta gerist samt ekki sjálkrafa og ég vil halda áfram að leita til lesenda um að styrkja okkur um fasta upphæð á mánuði. Þetta gætir þú litið á sem áskriftargjald til að tryggja áfram góða umfjöllun en vefurinn verður samt áfram opinn öllum.

Með því að smella hér að neðan ferð þú á styrktarsíðuna okkar þar sem þú getur valið upphæð til að styrkja okkur um mánaðarlega. Ég hvet ykkur öll til að taka þátt.

Fara á stuðningssíðuna.

Takk fyrir okkur og gleðilegt fótboltasumar.
Athugasemdir
banner
banner