mið 16. júní 2021 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skelfilegt gengi Blika gegn þeim stóru: Markatalan 8:19
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá því að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðablik hefur ekki gengið vel hjá þeim grænklæddu í þessum svokölluðu stóru leikjum.

Fyrir utan tímabilið 2014, þar sem Stjarnan varð Íslandsmeistari, þá hafa FH, KR og Valur unnið níu Íslandsmeistaratitla á milli sín síðustu tíu árin.

Óskar Hrafn tók við Blikum fyrir síðustu leiktíð, en honum hefur ekki enn tekist að stýra Breiðablik til sigurs gegn FH, KR eða Val. Í átta deildarleikjum gegn þessum liðum hefur Breiðablik gert tvö jafntefli og tapað sex leikjum.

Markatala Blika í þessum leikjum er 8:19. Ólafur Jóhannesson, sigursælasti þjálfari Íslands síðustu 20 árin eða svo, var spurður að því í Stúkunni á Stöð 2 Sport hvað það væri sem vantaði hjá Blikum í þessum stóru leikjum.

„Það er góð spurning. Mér fannst bara himinn og haf á milli liðanna. Auðvitað spiluðu Blikarnir ágætan leik í sjálfu sér, eins og þeir eru vanir. En í toppbaráttuleik þarftu að hafa eitthvað með þér... Óskar talaði um að hann ætlaði að setja meira kjöt inn á miðjuna, ég gat ekki séð það. Þeir voru undir þar allan tímann. Miðjumenn Breiðablik áttu ekki möguleika í miðjumenn Vals. Þeir fá eitt spjald í leiknum, í uppbótartíma," sagði Ólafur í Stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner