Chelsea er búið að staðfesta félagsskipti Angelo Gabriel til félagsins frá Santos í Brasilíu.
Angelo er ekki nema 18 ára gamall en hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Santos síðustu tvö ár.
Hann er örvfættur hægri kantmaður og er yngsti leikmaður í sögu brasilísku deildarinnar auk þess að vera yngsti markaskorari í sögu suður-amerísku Meistaradeildarinnar, Copa Libertadores.
Talið er að Chelsea greiði um 15 milljónir evra fyrir táninginn og gerir hann sex ára samning við félagið.
Mögulegt er að Angelo verði lánaður beint til Strasbourg í frönsku deildinni til að öðlast reynslu í Evrópu. Strasbourg er systurfélag Chelsea og einnig í eigu Todd Boehly.
Sjá einnig:
Angelo Gabriel verður strax lánaður frá Chelsea
Athugasemdir