Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. ágúst 2019 11:58
Magnús Már Einarsson
Breiðablik mætir Sparta Prag í Meistaradeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta tékknesku meisturunum Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en dregið var nú rétt í þessu.

Breiðablik vann undanriðil sinn á dögunum og komst þannig áfram í 32-liða úrslit.

Sparta Prag hefur unnið tékknesku deildina þrjú ár í röð en liðið datt út í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Ajax í fyrra.

Leikirnir fara fram 11 eða 12. september og 25 eða 26. september.

Breiðablik er í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn en þau lið mætast í næstsíðustu umferðinni þann 15. september.

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Wolfsburg mæta Mitrovica frá Kósóvó í 32-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner