Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. september 2020 22:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Bale aldrei verið nær því að fara frá Madrid"
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, velski sóknarmaðu Real Madrid, virðist vera á förum frá félaginu. Tottenham er komið langt með að klára viðræður við Real.

Bale gekk í raðir Real frá Tottenham fyrir sjö árum síðan. Bale hefur verið orðaður burt frá Real reglulega á sínum tíma í Madrid. Erfitt er að taka við Bale þar sem hann er á mjög háum launum.

Tottenham er sagt nálægt því að fá Bale á eins árs lánssamningi.

„Gareth [Bale] hefur aldrei verið nær því að fara frá Madrid á síðustu sjö árum," segir umboðsmaður Bale, Jonathan Barnett.

Sky Sports greinir frá því að Tottenham þurfi að punga út 20 milljónum punda fyrir Bale, ríflega helmingur er fyrir launakostnaði og svo fær Real einhverja upphæð fyrir að lána leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner