Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   mið 16. október 2019 14:06
Magnús Már Einarsson
Aron frá keppni til áramóta - Birkir leysir hann líklega af
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og leikmaður Al Arabi, verður frá keppni til áramóta en þetta staðfesti Heimir Hallgrímsson þjálfari Al Arabi í samtali við Guðmund Hilmarsson á mbl.is í dag.

Aron verður því ekki með Íslandi í lokaleikjunum í undankeppni EM í næsta mánuði gegn Tyrklandi og Moldóvu. Aron fór í aðgerð í Katar í síðustu viku eftir að hafa slitið liðsband í ökkla.

Regl­ur kveða á um í Kat­ar að ef elendur leikmaður er frá vegna meiðsla í meira en tvo mánuði þá má fá nýj­an leik­mann fyr­ir hann en sá leikmaður verður að vera án fé­lags.

Birkir Bjarnason er líklega að ganga í raðir Al Arabi til að fylla skarð Arons næstu vikurnar en hann hefur verið félagslaus síðan hann yfirgaf Aston Villa í ágúst. Birkir mætti til Katar í gærkvöldi og gerir líklega samning við félagið þar til í janúar.

„Birk­ir er hjá okk­ur og er í viðræðum við fé­lagið og svo er það bara und­ir hon­um komið hvort hann gangi raðir fé­lags­ins og verði með okk­ur fram í janú­ar. Ég á frek­ar von á því að hann Birk­ir semji við okk­ur en það er auðvitað hann sem tek­ur loka ákvörðun­ina" sagði Heim­ir við Mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner