mið 16. nóvember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Szczesny að fara á sitt síðasta heimsmeistaramót
Mynd: Getty Images

Wojciech Szczęsny markvörður pólska landsliðsins getur ekki ímyndað sér að spila á HM 2026 og býst því við að HM í Katar verði hans síðasta.


„Samt sem áður eru fjögur ár langur tími, það getur breyst en ég er með þá tilfinningu að ég sé að fara spila á mínu síðasta heimsmeistaramóti. Það gæti svo allt í einu orðið að ég spili á tveimur til viðbótar. Ég lofa engu en þetta var mín tilfinning þegar ég var að fara spila gegn Svíþjóð [lokaleikur undankeppninnar]," sagði Szczesny.

„Ég get ekki ímyndað mér að spila minn síðasta landsleik á ferlinum á HM svo það sé á hreinu. Ég vona að þetta verði einstakt mót, ég vona að úrslitaleikurinn verði minn síðasti. Jæja, eða leikurinn um þriðja sætið," sagði Szczesny brosandi.

Szczesny er 32 ára en hann á 66 landsleiki að baki.


Athugasemdir
banner
banner
banner