Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. desember 2022 11:56
Elvar Geir Magnússon
Fyrirkomulag HM 2026 endurskoðað eftir „ótrúlega vel heppnað“ mót í Katar
Gianni Infantino og vinur hans Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.
Gianni Infantino og vinur hans Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.
Mynd: EPA
Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur staðfest að rætt verði um fyrirkomulagið fyrir HM 2026 og það mögulega endurskoðað.

HM 2026 verður að mestu haldið í Bandaríkjunum en auk þess verður spilað í Mexíkó og Kanada. Mótið verður stækkað úr 32 liðum í 48 lið og því leiknir 80 leikur. 60 af þeim fara fram í Bandaríkjunum, þar af allir frá og með 8-liða úrslitum.

Hugsunin að í því móti yrðu 16 þriggja liða riðlar þar sem tvö lið færu upp úr hverjum riðli í útsláttarkeppni.

„Eftir þetta HM og velgengni riðlakeppninnar verðum við að ræða um fyrirkomulagið. Hvort betra sé að vera með tólf riðla með fjórum riðlum," segir Infantino en þá færu átta lið með besta árangur í þriðja sæti áfram. Lokaumferð riðlakeppninnar í Katar var stórskemmtileg og full af dramatík.

Infantino segir að HM í Katar hafi verið besta heimsmeistaramót sögunnar.

„Mótið hefur verið gríðarlega vel heppnað, frá öllum hliðum. Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir, hegðun góð og jákvætt andrúmsloft sem sameinar fólk. Hvað varðar leikina höfum við séð frábæra leiki, óvænta hluti og nokkur mögnuð mörk," segir Infantino.
Athugasemdir
banner
banner
banner