Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   sun 17. janúar 2021 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lykilmenn AC Milan með Covid - Toppsætið í hættu?
Covid veiran skæða heldur áfram að herja á knattspyrnuheiminn meðan leikmenn bíða spenntir eftir að fá bóluefni í æð.

Í dag staðfesti AC Milan tvö smit innan leikmannahóps sins og eru það tveir lykilmenn sem toppliðið missir frá sér á viðkvæmum tímapunkti tímabilsins.

Milan er með þriggja stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar og verður erfitt fyrir liðið að halda áfram á sigurbraut án bakvarðarins öfluga Theo Hernandez og Hakan Calhanoglu sem skapar færin. Þeir eru algjörir lykilmenn í öflugu liði Milan.

Rade Krunic og Ante Rebic eru einnig með Covid í leikmannahópi Milan og þá eru Rafael Leao og Gianluigi Donnarumma í leikbanni. Þeir verða því ekki með í næsta leik Milan á útivelli gegn Cagliari annað kvöld og munu einnig missa af stórleik og nágrannaslag gegn Atalanta um næstu helgi.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
3 Inter 9 6 0 3 22 11 +11 18
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Juventus 10 5 3 2 13 9 +4 18
6 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
7 Bologna 9 4 3 2 13 7 +6 15
8 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
9 Cremonese 10 3 5 2 11 11 0 14
10 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
11 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
12 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
13 Torino 9 3 3 3 8 14 -6 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Parma 9 1 4 4 4 9 -5 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Pisa 9 0 5 4 5 12 -7 5
18 Verona 9 0 5 4 5 14 -9 5
19 Fiorentina 9 0 4 5 7 15 -8 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner