Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. janúar 2022 18:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mendy valinn markvörður ársins
Mynd: EPA
Edouard Mendy markvörður Chelsea og senegalska landsliðsins var valinn besti markvörður ársins 2021 á verðlaunaafhendingu FIFA sem er í fullum gangi.

Hann gekk til liðs við Chelsea fyrir síðasta tímabil og gjörbreytti liðinu. Hann tók við af Kepa Arrizabalaga en Mendy vann Meistaradeildina með Chelsea í Maí á þessu ári og vann síðan evrópska Ofurbikarinn eftir sigur á Villarreal í vítaspyrnukeppni.

Hann er nú þessa stundina með Senegal í Afríkukeppninni þar sem liðið er á toppi síns riðils með 4 stig eftir tvo leiki og Mendy hefur haldið hreinu í báðum leikjunum til þessa.

Christiane Endler var valin besti markvörður í kvennaflokki en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon. Hún gekk til liðs við Lyon á frjálsri sölu frá PSG þar sem hún sló í gegn.

Hún sagði í viðtali á verðlaunahátíðinni að hún stefndi að því að vinna Meistaradeildina með félaginu á leiktíðinni og komast á næsta HM með landsliði Chile.
Athugasemdir
banner