Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Belgar reka landsliðsþjálfarann sinn (Staðfest)
Domenico Tedesco,
Domenico Tedesco,
Mynd: EPA
Domenico Tedesco hefur verið rekinn frá belgíska landsliðinu en hann stýrði liðinu frá febrúar 2023.

Hann kom liðinu á EM 2024 en þar gekk liðinu ekkert sérstaklega vel. Það endaði í öðru sæti riðils sem innihélt Úkraínu, Rúmeníu og Slóvakíu. Liðið tapaði svo gegn Frakklandi 1-0 í 16-liða úrslitum.

Liðið lék svo illa í Þjóðadeildinni og tapaði fjórum af sex leikjum í riðlinum.

Tedesco er 39 ára og er með Schalke, Spartak Moskvu og RB Leipzig á ferilskrá sinni.

Belgíska fótboltasambandið segir að leit sé farin af stað að næsta þjálfara en Belginn Philippe Clement sem stýrir Rangers í Glasgow hefur verið orðaður við stöðuna.
Athugasemdir
banner
banner