Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 18:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frankfurt staðfestir að Marmoush sé á förum
Mynd: EPA
Omar Marmoush er á förum frá Frankfurt en þýska félagið staðfesti það á samfélagsmiðlum í kvöld.

Frankfurt mætir Dortmund í kvöld en Marmoush er ekki í leikmannahópi liðsins.

Hann er á leið til Man City en Sky í Þýskalandi segir að félagið borgi um 80 milljónir evra fyrir hann.

Þessi 25 ára gamli Egypti hefur farið hamförum í þýsku deildinni á þessari leiktíð en hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp niu í 17 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner