Omar Marmoush er á förum frá Frankfurt en þýska félagið staðfesti það á samfélagsmiðlum í kvöld.
Frankfurt mætir Dortmund í kvöld en Marmoush er ekki í leikmannahópi liðsins.
Hann er á leið til Man City en Sky í Þýskalandi segir að félagið borgi um 80 milljónir evra fyrir hann.
Þessi 25 ára gamli Egypti hefur farið hamförum í þýsku deildinni á þessari leiktíð en hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp niu í 17 leikjum.
??????
— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) January 17, 2025
Eintracht Frankfurt are currently in talks with another club regarding the transfer of Omar Marmoush. As a result, he is not included in the squad today.#SGE | #SGEBVB
Athugasemdir