Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tomori vildi alls ekki fara - Var orðaður við Tottenham
Mynd: EPA
Fikayo Tomori, leikmaður AC Milan, var orðaður við Tottenham í janúar en hann var staðráðinn í að vera áfram á Ítalíu.

Tomori er 27 ára gamall enskur miðvörður en Tottenham var í leit að varnarmanni í janáur vegna meiðslavandræða og fékk Kevin Danso frá Lens.

„Ég hef alltaf sagt að mér líður eins og heima hjá mér hérrna og það hefur ekkert breyst. Ég veit að það eru menn sem spjalla í hverjum félagaskiptaglugga en ég var og er enn einbeittur að það sem ég verð að gera: Vera hér. Það er heiður og ánægja að klæðast þessari treyju. Mér fannst ég aldrrei þurfa að fara. Svo framarlega sem þeir vilja halda mér verð ég hér," sagði Tomori.

Tomori er uppalinn hjá Chelsea en gekk til liðs við Milan árið 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner