Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. mars 2020 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefnt á að klára deildirnar fyrir 30. júní
Mynd: Getty Images
Það er stefnan hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, að klára vetrardeildir Evrópu fyrir 30. júní næstkomandi.

Búið er að gera hlé á deildum Evrópum út af útbreiðslu kórónuveirunnar, en vonast er til þess að staðan muni batna þannig að hægt verði að klára deildirnar fyrir 30. júní. Það yrði þá um einum og hálfum mánuði eftir upprunalegan lokadag ensku úrvalsdeildarinnar til dæmis.

Það var tekin ákvörðun í dag um að fresta Evrópumótinu, sem átti að fara fram í sumar, um eitt ár. Það mun gefa deildunum svigrúm til að klárast.

Þá tilkynnti UEFA einnig í dag að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar er settur á 24. júní og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þremur dögum síðar. Í Meistaradeildinni eru síðari leikirnir eftir í fjórum viðureignum í 16-liða úrslitum og síðan á eftir að spila 8-liða úrslit og undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner