Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 17. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Ultras' hjá Dortmund bjóða fram aðstoð
Stuðningsmannahópur hjá þýska félaginu Borussia Dortmund hefur boðið fram aðstoð sína fyrir það fólk sem er í áhættuhópi eða í sóttkví vegna kórónuveirunnar.

'Sudtribune Dortmund' hópurinn mun sendast með vörur og bjóða fram aðra þjónustu.

Hópurinn var stofnaður árið 2014 með það að markmiði að bæta nú þegar mjög gott andrúmsloft á leikjum Dortmund.

„Nýtið þetta tilboð eingöngu ef þið eruð í áhættuhópi eða í sóttkví," sagði í tilkynningu á vefsíðu hópsins. „Það er mikilvægt að standa saman og taka ábyrgð í samfélaginu."

Athugasemdir
banner