Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. mars 2021 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lars alla vega með hópnum í Þýskalandi og Liechtenstein
Icelandair
Lars er mættur aftur.
Lars er mættur aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback verður með íslenska landsliðinu í komandi landsliðsverkefni.

Lars kom nýverið inn í starfsteymið með Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen.

Hann verður í kringum liðið í leikjunum gegn Þýskalandi og Liechtenstein í undankeppni HM, en ekki í leiknum gegn Armeníu.

„Lars kemur til Þýskalands og síðan skoðum við stöðuna og hvernig málin standa í Armeníu. Hvort hann fer með til Armeníu er ekki alveg ljóst. Lars vill ekki taka neinar áhættur og við skiljum það vel. Lars mun hitta okkur í Þýskalandi á föstudaginn þar sem við vinnum undirbúningsvinnu," sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í dag en það er óvíst hvort hann fari til Armeníu út af ferðalaginu þangað.

Lagerback er 72 ára en hann naut mikillar velgengni sem landsliðsþjálfari Íslands 2011-2016. Hann stýrði svo Noregi 2017-2020.

Leikir Íslands í mars

Þýskaland - Ísland fimmtudaginn 25. mars á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg og hefst leikurinn kl. 19:45.

Armenía - Ísland sunnudaginn 28. mars á Vazgen Sargsyan Republican Stadium í Yerevan og hefst leikurinn kl. 16:00.

Liechtenstein - Ísland miðvikudaginn 31. mars á Rheinpark og hefst leikurinn kl. 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner