Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 14:23
Elvar Geir Magnússon
Valur segir Tryggva Hrafn alls ekki til sölu
Tryggvi Hrafn ætlar ekki að selja Tryggva.
Tryggvi Hrafn ætlar ekki að selja Tryggva.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var fjallað um að ÍA hefði lagt fram tilboð í Tryggva Hrafn Haraldsson, sóknarmann Vals. Björn Steinar Jónsson, formaður fótboltadeildar Vals, staðfestir að tilboð hafi borist en segir Tryggva hinsvegar ekki til sölu.

„Það er greinilega mikill áhugi á okkar leikmönnum og er þetta enn ein staðfestingin á því hversu öflugur hópurinn okkar er. Ég get staðfest að það kom tilboð frá skaganum í Tryggva Hrafn en hann er svo sannarlega ekki til sölu,“ segir Björn Steinar.

„Það eru ekki allir sem vita það en Tryggvi spilaði ristarbrotinn á síðasta tímabili og fór svo í aðgerð strax eftir tímabil. Hann er að koma til baka og er búinn að vera duglegur að æfa í vetur. Tryggvi er einn allra öflugasti leikmaður deildarinnar og við erum alls ekki að fara að selja hann. Hann á tvö ár eftir af samningi hjá okkur og við lítum á hann sem einn af okkar lykilmönnum.“

Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni talaði um að Skagamenn hefðu boðið metfé í Tryggva en Björn segir tilboðið langt frá því að geta flokkast sem svo.

„Þetta var nú ekki merkilegt tilboð í leikmann sem býr yfir þeim gæðum sem Tryggvi hefur.“

Björn segir Valsliðið nýkomið heim úr æfingaferð frá Spáni þar sem nýi leikmaðurinn Marius Lundemo bættist við hópinn. Næst á dagskrá er undanúrslitaleikur gegn ÍR í Lengjubikarnum annað kvöld.

„Það er frábær stemmning í hópnum og við höfum fengið flottar styrkingar í vetur. Þeir sem hafa verið frá eru að koma til baka og nú tekur við undanúrslit í Lengjubikarnum gegn flottu liði ÍR á N1-vellinum á þriðjudagskvöld. Við hvetjum alla til þess að mæta og eins og alltaf munum við taka sérstaklega vel á móti öllum ÍR-ingum.“
Athugasemdir
banner
banner
banner