Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   sun 16. mars 2025 13:39
Brynjar Ingi Erluson
ÍA leggur fram tilboð í Tryggva Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur lagt fram tilboð í Tryggva Hrafn Haraldsson, leikmann Vals, en þetta segir Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur Þungavigtarinnar, á X í dag.

Tryggvi er 28 ára gamall framherji og uppalinn Skagamaður, en ÍA hefur lengi haft áhuga á því að fá hann aftur heim.

Hann fór tvisvar út í atvinnumennsku. Fyrra skiptið var árið 2017 en þá hélt hann til Halmstad í Svíþjóð og sneri síðan aftur í ÍA tveimur árum síðar. Í október árið 2020 samdi hann þá við Lilleström í Noregi en kom aftur heim um áramótin og gekk þá í raðir Vals.

Á þessum fjórum tímabilum hefur hann gert 35 mörk í deild- og bikar með Val.

Samkvæmt heimildum Kristjáns Óla hefur ÍA lagt fram tilboð í Tryggva og eru því líkur á því að Tryggvi sé að snúa aftur í heimahaga.

ÍA er að missa Hinrik Harðarson til Odd í Noregi en hann verður væntanlega staðfestur hjá norska félaginu síðar í dag. Skagamenn hafa því brugðist við með því að reyna við Tryggva Hrafn.

Liðið hafnaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner