Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 17. mars 2025 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Yfirgefur Crystal Palace eftir tímabilið
Mynd: Crystal Palace
Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace mun missa Dougie Freedman, sem gegnir stöðu yfirmanns íþróttamála, eftir þetta tímabil.

Freedman er ein mikilvægasta fígúran í stjórn Palace en á heiðurinn að því að hafa fengið leikmenn á borð við Michael Olise, Eberechi Eze, Marc Guehi og Adam Wharton ásamt því að hafa ráðið inn Oliver Glasner í stað Roy Hodgson.

Telegraph segir að hann fari frá Palace í sumar og taki við svipaðri stöðu hjá félagi utan Bretlandseyja.

Freedman lék með Palace á fótboltaferli sínum og tók síðan við sem þjálfari frá 2011 til 2012. Hann þjálfaði einnig Bolton Wanderers og Nottingham Forest, en fann sitt besta fag þegar hann var ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Palace fyrir átta árum síðan.

Palace er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mun þá mæta Fulham í 8-liða úrslitum enska bikarsins sem fer fram í lok mars.


Athugasemdir
banner
banner