Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. maí 2020 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Patrik Gunnarsson (Brentford)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ollie Watkins.
Ollie Watkins.
Mynd: Getty Images
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Atli Bragason.
Brynjar Atli Bragason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Birgir Finsson.
Kolbeinn Birgir Finsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson lék sinn fyrsta leik með Brentford þegar hann kom inná gegn Middlesbrough fyrir rúmu ári síðan. Patrik er markvörður U21 árs landsliðsins og hefur alls leikið 21 leik með yngri landsliðum Íslands.

Patrik er Bliki en hann var lánaður til ÍR fyrir tímabilið 2018 og lék fimm leiki í Inkasso-deildinni og þrjá í bikarnum. Brentford keypti svo Patrik í júlí 2018. Í febrúar á þessu ári var Patrik fenginn á neyðarláni til Southend þar sem markvarðarkrísa var hjá C-deildarliðinu. Patrik lék þrjá leiki með Southend og í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Patrik Sigurður Gunnarsson

Gælunafn: Pat

Aldur: 19 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Minnir að það hafi verið í Fótbolta.net mótinu árið 2016 með Blikum.

Uppáhalds drykkur: VitaminWell frá Zlatan.

Uppáhalds matsölustaður: Wagamama er virkilega góður.

Hvernig bíl áttu: Notfæri mér Uber mest megnis.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break og Suits, erfitt að gera upp á milli þeirra.

Uppáhalds tónlistarmaður: Herra Hnetusmjör.

Fyndnasti Íslendingurinn: FM95BLÖ crewið, fastur liður á föstudögum.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, þrist, oreo og kökudeig.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Þín bíða ný gögn á Heilsuveru” - þá fékk ég að vita að ég væri ekki með Covid-19.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Þeir De ligt og Hudson-Odoi mega deila þessu.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Aðalþjálfari er það Arnar Viðars en markmanns er það hinn spæsnki Inaki Cana.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Vel þreytt að mæta Jóni Degi á æfingum þegar hann er í stuði. Er nú oftast með hann í vasanum og alltaf góður banter á milli okkar.

Sætasti sigurinn: Fyrsti leikurinn með Brentford í Championship. 2-1 útisigur gegn Middlesbrough, fyrsta skipti í 81 ár sem Brentford vinnur á Riverside.

Mestu vonbrigðin: Það voru mikil vonbrigði að Bolton mætti ekki til leiks gegn okkur undir lok síðasta tímabils í ljósi þess sem ég átti að byrja leikinn.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Brynjólf Andersen, því miður er ég skyldur honum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Fannar er rétt að byrja.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn og konan á Íslandi: Hjúin í Blikum, Brynjar Atli og Alexandra Jóhanns taka þessa titla.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Eiður Smári.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Höddi löpp í U21 er á allt öðru leveli.

Uppáhalds staður á Íslandi: Kópavogurinn 201.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var í mínum fyrsta heimaleik hjá Southend, þegar við vorum á leiðinni út í seinni hálfleik þá voru fáklæddar klappstýrur búnar að raða sér upp fyrir framan leikmannagöngin. Það var virkilega fyndið, hélt að þetta sæist bara í ameríska fótboltanum.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tek nokkra þætti og stilli vekjaraklukku.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta aðalega.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku en það hefur snar lagast síðan ég flutti til Bretlands.

Vandræðalegasta augnablik: Nýliðar meistarflokks Breiðabliks áttu að gera ýmsa hluti í æfingaferð á Spáni. Eitt að því var uppistand og því miður þá hló enginn að mínum bröndörum, frétti það fyrir stuttu að það hafi verið ákveðið fyrirfram að hlæja ekki. Það var mjög vond reynsla.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Kolbein Finns til að hlæja að vitleysunni sem kemur uppúr manninum. Brynjar Atla markmann Blika, við höfum verið saman upp öll yngri landsliðin algjört topp eintak og svo er það Pontus Jansson til að hafa allt með röð og reglu og sjá til þess að allir lifi af.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var yngsti markmaðurinn sem var að spila reglulega í efstu fjórum deildunum á Englandi þegar ég var á neyðarláni hjá Southend United.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ollie Watkins, hélt fyrst að hann væri algjör hrokagikkur en svo kom í ljós að hann er mjög yndæll strákur.

Hverju laugstu síðast: Reyni að ljúga sem minnst þannig man ekki hvað það var.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Alltaf upphitun.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna um níu leytið og fæ mér morgunmat, fylgi gym programmi frá klúbbnum fyrir hádegi. Elda mér hádegismat og slappa svo aðeins af. Seinnipartinn fer maður að hlaupa eða hjóla og svo er bara kvöldmatur og horft á sjónvarpið.
Athugasemdir
banner
banner
banner