Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum fyrirliðinn ekki með Englendingum
Steph Houghton.
Steph Houghton.
Mynd: Getty Images
Steph Houghton, fyrrum landsliðsfyrirliði Englendinga, er ekki í leikmannahópnum fyrir Evrópumótið í næsta mánuði.

Englendingar eru búnir að tilkynna hóp sinn fyrir mótið, en þær eru á heimavelli.

Houghton hefur spilað 121 lansleik og leikið á fimm stórmótum, en hún er ekki með að þessu sinni. Hún er búin að vera að glíma við meiðsli frá því í janúar og er ekki klár í slaginn.

Sarina Wiegman, þjálfari Englendinga, segir að það hafi verið erfið ákvörðun að skilja Houghton eftir en að aðrir leikmenn seú einfaldlega tilbúnari í þetta mót.

Leah Williamson, leikmaður Arsenal, er nýr fyrirliði Englands, og mun leiða liðið út á heimavelli í sumar.


Athugasemdir
banner