Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 17. júní 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir að samkomulag við Lautaro sé í höfn
Mynd: Getty Images
Giuseppe Marotta, forseti Ítalíumeistaraliðs Inter, staðfesti í gær að Lautaro Martínez verður áfram hjá félaginu.

Lautaro er ein skærasta stjarnan í liði Inter og er hann einnig fyrirliði félagsins. Hann var valinn sem besti leikmaður síðasta tímabils í Serie A, þar sem hann skoraði 24 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 33 deildarleikjum.

„Já, ég get staðfest að Lautaro Martínez er búinn að samþykkja nýtt samningstilboð. Hann mun skrifa undir samninginn á næstu dögum," sagði Marotta.

Þessar fregnir munu drepa vonir ýmissa stórliða víða um Evrópu sem hafa mikinn áhuga á að stela Lautaro frá Inter, en leikmaðurinn er ánægður þar sem hann er.

Lautaro er staddur með landsliðshópi Argentínu þessa dagana í undirbúningi fyrir Copa América, sem hefst á föstudaginn og fer fram í Bandaríkjunum. Argentína spilar opnunarleik mótsins gegn Kanada.

Nýr samningur Lautaro mun gilda til 2029 og verður framherjinn langlaunahæsti leikmaður Inter.

Eins og staðan er í dag er Nicoló Barella launahæstur hjá Inter og Hakan Calhanoglu næstlaunahæstur, með Lautaro Martínez í þriðja sæti og Marcus Thuram í fjórða.
Athugasemdir
banner