Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 17. júní 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stojkovic: Áttum ekki skilið að tapa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Dragan Stojkovic, landsliðsþjálfari Serbíu, var sáttur með frammistöðu sinna manna í 1-0 tapi gegn stjörnum prýddu liði Englands í gærkvöldi.

Jude Bellingham skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu og gáfu Englendingar afar fá færi á sér, þar sem marktilraunir Serba sköpuðu afar litla hættu.

Serbar gerðu þó vel að loka á Englendinga sem sköpuðu sér ekki heldur mikið af færum.

„Við höfum ekkert til að skammast okkar fyrir, við erum pirraðir að hafa tapa þessum leik. Við vorum ekki nógu góðir fyrstu 15 mínúturnar, við vorum hræddir við Englendingana, en eftir að við fengum markið á okkur spiluðum við góðan leik," sagði Stojkovic að leikslokum.

„Við vorum yfirvegaðir og spiluðum fínan fótbolta. Við neyddum Englendinga til að verjast og við verðum að vera stoltir af okkar spilamennsku. Úrslitin eru neikvæð en við getum ekkert gert í því núna, við þurfum að sigra næsta leik. Við munum sýna hvað í okkur býr í næsta leik.

„Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik í kvöld. Við áttum að fá eitthvað úr honum."


Serbía mætir Slóveníu á fimmtudaginn í næstu umferð, en Slóvenar eru með eitt stig eftir jafntefli gegn Danmörku í gær.
Athugasemdir
banner