Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   sun 17. júlí 2022 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Leikmenn verða ekki stanslaust látnir vita - „Ekkert sem skiptir okkur máli fyrr en í lok leiks"
Icelandair
Steini
Steini
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís
Glódís
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun mætir Ísland Frakklandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM. Frakkland er í þeirri stöðu að vera búið að tryggja sér sigur í riðlinum, er með sex stig og sæti í 8-liða úrslitum öruggt fyrir leikinn. Ísland er með tvö stig í öðru sæti riðilsins.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og á sama tíma mætast Belgía og Ítalía. Ef Ísland vinnur ekki gegn Frakklandi þá geta úrslitin í leik Belgíu og Ítalíu skipt íslenska liðið máli.

Á fréttamannafundi fyrir leik Íslands á morgun sátu þau Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, og Glódís Perla Viggósdóttir sem er varafyrirliði liðsins. Þau voru spurð hvort að og hvernig fylgst yrði með stöðu mála í hinum leik riðilsins.

Sjá einnig:
Ísland gæti farið áfram á prúðmennskunni - „Skrítnari hlutir hafa gerst"

Verða stanslausar uppfærslur á bekknum og til leikmanna inn á vellinum varðandi stöðuna í hinum leiknum?

„Nei, ekki stanslaust gagnvart leikmönnum. Það er eitthvað sem við þurfum að taka á þegar líður á leikinn. Fara kannski yfir eitthvað í hálfleik, erum svo sem ekki búnir að teikna það nákvæmlega upp en erum með einhverjar hugmyndir í kollinum hvernig við viljum gera þetta."

„Við verðum ekki að upplýsa leikmenn endalaust um stöðuna, bara ef það er þannig staða að við þurfum að taka einhverjar áhættur og eitthvað svoleiðis. Þá náttúrulega látum við leikmenn vita af því,"
sagði landsliðsþjálfarinn.

Glódís var spurð hvort hún sem leikmaður vildi vera meðvituð hvernig staðan er í hinum leiknum út allan leikinn.

„Nei, í rauninni ekki. Það er ekkert sem skiptir okkur máli þannig lagað fyrr en í lok leiks ef við þurfum að breyta einhverju. Þangað til fylgjum við okkar leikplani sem er að fara inn í þennan leik til að vinna hann. Svo líka verða oft samskipti með skiptingum og öðru óbeint. Ég held að við verðum óbeint meðvitaðar um hvað er að gerast," sagði Glódís.

Ánægður með varnarleikinn heilt yfir
Prúðmennska íslenska liðsins gæti hjálpað liðinu að fara áfram - þó líkurnar á því séu ekki miklar. Hvað finnst Steina um þá staðreynd að liðið sé ekki búið að fá spjald í mótinu til þessa, ertu ánægður með það?

„Ég er bara ánægður með varnarleikinn heilt yfir, höfum varist vel sem lið út um allan völl. Það hefur heilt yfir verið vinnusemin sem hefur skilað því að við höfum fengið fá mörk á okkur. Ég er sáttur við varnarleikinn hjá öllum leikmönnum."

„Þetta hefur krafist mikils vinnuframlags frá þeim og heilt yfir höfum við verið að spila vel varnarlega þó að ég las einhvers staðar að við höfum brotið oftast af okkur. Talan hefur reyndar örugglega hækkað mjög mikið eftir síðasta leik,"
sagði Steini.

Landslið kvenna - Evrópumótið
19:00 Ítalía-Belgía (Manchester City Academy Stadium)
19:00 Ísland-Frakkland (New York Stadium)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner