Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 17. júlí 2024 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern íhugar að nýta riftunarákvæðið hjá Dani Olmo
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Dani Olmo er falur fyrir 60 milljónir evra þar til um helgina, þegar riftunarákvæði hans við RB Leipzig fellur úr gildi.

Sky Germany greinir frá þessum áhuga á Olmo sem átti frábært Evrópumót með Spáni.

Olmo er 26 ára gamall og leikur sem sóknartengiliður að upplagi, þó hann geti einnig spilað úti á báðum köntunum eða á miðjunni.

Hann er mikilvægur hlekkur í liði RB Leipzig en er spenntur fyrir að skipta yfir til stærra félags.

Olmo skoraði 8 mörk og gaf 5 stoðsendingar á síðustu leiktíð, en spilaði í heildina ekki nema rúmlega 1700 mínútur með Leipzig vegna meiðslavandræða.

Barcelona hefur einnig áhuga á Olmo en getur ekki leyft sér að festa kaup á honum vegna fjárhagsmála. Nico Williams er talinn vera mikilvægara skotmark og mun allt púður sumarsins fara í hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner