Varnarmaðurinn Leny Yoro er á leið í læknisskoðun hjá Manchester United. Enska félagið náði samkomulagi við franska félagið Lille um kaupverð en United greiðir meira en 50 milljónir punda fyrir Frakkann.
Fjallað hefur verið um að Real Madrid hafi verið draumaáfangastaður Yoro en United hefur unnið að því að sannfæra hann um að koma til Englands.
Fjallað hefur verið um að Real Madrid hafi verið draumaáfangastaður Yoro en United hefur unnið að því að sannfæra hann um að koma til Englands.
Ekki er búið að ganga frá öllu í kringum félagaskiptin en þau eru vel á veg komin. Enska félagið er sagt bjartsýnt á að skptin geti gengið í gegn.
Yoro er átján ára og verður nítján ára í nóvember. Hann er liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldsonar í Frakklandi.
United hefur einnig verið að skoða Matthijs de Ligt hjá Bayern Munchen og Jarrad Branthwaite hjá Everton sem kost í miðvarðarstöðuna.
Athugasemdir