þri 17. september 2019 09:32
Magnús Már Einarsson
Þrír enskir orðaðir við Manchester United
Powerade
Callum Wilson er orðaður við Manchester United.
Callum Wilson er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly hefði getað endað hjá Liverpool.
Kalidou Koulibaly hefði getað endað hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Liverpool koma meðal annars við sögu í slúðurpakka dagsins í dag.



Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ætlar að halda áfram að fá enska leikmenn til félagsins næsta sumar. Jadon Sancho (19) kantmaður Dortmund og James Maddison (22) miðjumaður Leicester eru efstir á óskalistanum. (ESPN)

AC Milan, Inter, Juventus og Dortmund hafa öll áhuga á að fá Nemanja Matic (31) miðjumann Manchester United þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Calcio Mercato)

Celtic gæti reynt að fá miðjumanninn Victor Wanyama (28) frá Tottenham í janúar. (Team Talk)

Willian (31) vill vera áfram hjá Chelsea en hann hefur ekki ennþá fengið nýtt samningstilboð. (Express)

Joel Veltman, varnarmaður Ajax, segist hafa viljað fara til West Ham í sumar en hann fékk ekki leyfi til að fara. (NOS)

Liverpool hefði keypt varnarmanninn Kalidou Koulibaly (28) frá Napoli ef kaupin á Virgil van Dijk (28) hefðu ekki gengið upp í janúar 2018. (Goal)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að vinur sinn hafi verið að grínast þegar hann sagði að veðrið á Englandi gæti haft áhrif á framlengingu á samningi hans við félagið. (Mail)

Bournemouth ætlar að bjóða kantmanninum Ryan Fraser (25) nýjan samning upp á 100 þúsund pund á viku en Arsenal, Everton, Chelsea og Wolves hafa verið að skoða hann. (90min.com)

Callum Wilson, (27) framherji Bournemouth, gæti verið á leið til Manchester United. (ESPN)

Everton, Southampton, Bournemouth, Sheffield United, Bristol City, Barnsley og Sunderland hafa öll verið að skoða James Scott (19) kantmann Motherwell. (Team Talk)

Sam Allardyce er tilbúinn að taka aftur við Sunderland og stýra liðinu í ensku C-deildinni ef fjárfestar frá Bandaríkjunum kaupa félagið. (Sun)

Bernd Leno, markvörður Arsenal, segir að liðið ætli að halda áfram að spila út frá marki þrátt fyrir að hafa misst niður 2-0 forystu gegn Watford um helgina. (Mirror)

Rússneski miðjumaðurinn Aleksandr Golovin segist hafa hafnað Chelsea árið 2018 þar sem hann óttaðist að fá ekki að spila nægilega mikið. Golovin fór þess í stað frá CSKA Moskvu til Mónakó. (Match TV)

Michael Ballack, fyrrum miðjumaður Chelsea, telur að Bayern Munchen muni endurvekja áhuga sinn á TImo Werner (23) framherja RB Leipzig í sumar. Werner hefur áður verið orðaður við Liverpool, Borusia Dortmund, Atletico Madrid og Sevilla. (Goal)

Bernard Arnault, næstríkasti maður heims, er að undirbúa 890 milljón punda yfirtöku á AC Milan. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner