Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 17. september 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Efast ekki um Saul
Saul Niguez, leikmaður Chelsea.
Saul Niguez, leikmaður Chelsea.
Mynd: EPA
Saul Niguez kom til Chelsea á lánssamningi frá Atletico Madrid en þessi öflugi miðjumaður var í vandræðum í frumraun sinni með Chelsea gegn Aston Villa um síðustu helgi.

Hann var tekinn af velli í hálfleik og alveg ljóst að hann þarf smá tíma til að aðlagast.

„Við erum með aðra leikmenn sem fengu að kynnast því sama og hafa deilt reynslu sinni af fyrstu leikjunum," segir Thomas Tuchel.

„Þegar ég var á hliðarlínunni í fyrsta leik mínum með Chelsea þá þurfti ég tíma til að venjast. Það er menningarmunur."

„En við efumst ekki um hæfileika hans. Það getur tekið smá tíma að koma sér almennilega inn í þetta en hann er 26 ára og hefur litlar áhyggjur."

Chelsea heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Athugasemdir
banner