Leikur Newcastle og Tottenham var í fullum gangi þegar hann var skyndilega stöðvaður.
Serigo Reguilon leikmaður Tottenham benti uppí stúku og það var óljóst um stund hvað var í gangi. Eric Dier leikmaður Tottenham kallaði til lækni sem hljóp af stað með hjartastuðtæki upp í stúku.
Því virðist sem áhorfandi hafið hnigið niður, þetta er mjög óhugnalegt en leikurinn hefur verið stöðvaður og leikmenn sendir inn í klefa. Þetta minnir óneitanlega á atvikið með Christian Eriksen á EM í sumar.
Nánari fregnir berast um leið og hægt er.
Eric Dier just sprinted to the Newcastle dug-out calling and gesturing for a defibrillator. Incident in the crowd on the far side in the stand. Newcastle medic rushed across to help the fan. Game stopped. #NEWTOT
— Henry Winter (@henrywinter) October 17, 2021
OFFICIAL: Newcastle vs. Spurs has been temporarily suspended following a medical emergency in the crowd.
— Squawka News (@SquawkaNews) October 17, 2021
Athugasemdir