Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 17. nóvember 2021 11:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnþór Ingi leggur skóna á hilluna
Arnþór Ingi
Arnþór Ingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ingi Kristinsson hefur lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Arnþór í samtali við Fótbolta.net.

Hann er Skagamaður sem lék á sínum ferli með ÍA, Hamri, Víkingi Reykjavík og síðustu þrjú tímabilin með KR.

„Það er svolítið síðan að ég lét KR-inga vita af þessu. Það eru ýmsar ástæður, fannst þetta bara vera komið gott. Ég tók minn tíma til að hugsa þetta, komst að þessari niðurstöðu og er ennþá þeirrar skoðunar í dag," sagði Arnþór við Fótbolta.net.

Buðu KR-ingar þér nýjan samning áður en þú tókst þessa ákvörðun?

„Það fór eiginlega aldrei það langt. Þeir vildu setjast niður og bjóða mér nýjan samning en ég fór ekkert í ferlið, vildi frekar taka ákvörðun hvort ég myndi halda áfram áður en ég færi í einhverjar viðræður," sagði Arnþór.

Arnþór er 31 árs og lék oftast á miðjunni. Hann varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili með KR, árið 2019.

Hin hliðin:
Arnþór Ingi
Athugasemdir
banner
banner
banner