banner
   þri 18. janúar 2022 11:06
Elvar Geir Magnússon
Elfsborg ætlar ekki að selja Hákon sem fær lengri samning
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fotbollskanalen segir að markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sé búinn að skrifa undir framlengdan samning við sænska félagið Elfsborg.

Sagt er að sænska félagið muni tilkynna um samninginn í dag en þessi tvítugi markvörður sem spilaði áður með Gróttu lék sinn fyrsta A-landsleik í síðustu viku, í 1-1 jafntefli gegn Úganda í vináttulandsleik.

Á föstudaginn var sagt að danska félagið Mydtjylland hafi gert tilboð í Hákon en miðað við þessi tíðindi ætlar Elfsborg ekki að sleppa taki á Íslendingnum.

Hákon var á samningi til 2025 en ef fréttir um framlengdan samning eru réttar þá er hann nú búinn að binda sig til 2026.

Hákon gekk í raðir Elfsborg síðasta sumar og lék nokkra leiki með aðalliði félagsins í haust.


Athugasemdir
banner
banner