Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. janúar 2023 11:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ansi ólíklegt að Diaby fari í Arsenal - Stór verðmiði fælir frá
Moussa Diaby.
Moussa Diaby.
Mynd: EPA
Arsenal missti af Úkraínumanninum Mykhaylo Mudryk í síðustu viku. Lundúnafélagið hafði verið að eltast við hann lengi en missti af honum til nágranna sinna í Chelsea.

Arsenal, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, er að leita að leikmanni sem getur spilað framarlega á vellinum.

Moussa Diaby, kantmaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, hefur verið orðaður við félagið eftir að Mudryk ákvað að fara til Chelsea.

Það er þó ansi ólíklegt að Diaby, sem er 23 ára, muni færa sig um set í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði. Þetta herma heimildir fjölmiðilsins 90min.

Leverkusen er að stefna á það að komast í Meistaradeildina og hefur engan áhuga á því að missa Diaby á miðju tímabili. Sagt er að félagið muni ekki hugsa um tilboð sem eru lægri en 100 milljónir evra. Heildarpakkinn fyrir Mudryk var einmitt 100 milljónir evra.

Diaby hefur einnig verið orðaður við Newcastle.


Athugasemdir
banner
banner
banner