Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   þri 18. febrúar 2020 09:59
Magnús Már Einarsson
Barcelona að fá danskan sóknarmann frá Leganes
Líklegt þykir að Barcelona kaupi danska framherjann Martin Braithwaite frá Leganes í þessari viku.

Barcelona fékk í gær undanþágu til að bæta við framherja í hópinn þar sem Ousmane Dembele verður frá út tímabilið og óvíst er hvort Luis Suarez nái að spila meira fyrir sumarið.

Reglur La Liga, spænsku deildarinnar, eru þær að félög mega kaupa inn leikmenn utan félagaskiptaglugga í sérstökum aðstæðum. Nýr leikmaður þarf að vera að spila í efstu eða næstefstu deild á Spáni eða vera á frjálsri sölu.

Barcelona hefur boðið 17 milljónir punda í Braithwaite en það er riftunarverðið í samningi hans.

Braithwaite var í tvö ár hjá Middlesbrough á sínum tíma en hann hefur skorað sex mörk og lagt upp eitt með Leganes í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner