þri 18. febrúar 2020 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool átti ekki skot á markið - „Klopp átti engin svör"
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Liverpool, ríkjandi Evrópumeistarar, töpuðu 1-0 fyrir Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi átt engin svör í kvöld.

„Fyrst og fremst er þetta frábær taktískur sigur hjá Atletico, mér fannst þeir loka á allar aðgerðir hjá Liverpool og leikplanið gekk fullkomlega upp hjá Simeone (þjálfara Atletico)," sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport.

Jói Kalli tók undir orð Reynis og sagði: „Klopp átti engin svör við leikplani Simeone í dag."

„Þetta var sanngjarn sigur. Klopp átti engin svör við ákefð og grimm Atletico-manna. Það eru einkenni liðs Diego Simeone."

Liverpool átti ekki skot á markið í kvöld og er það í annað sinn sem það gerist í stjóratíð Jurgen Klopp. Hann tók við Liverpool árið 2015.

Liverpool, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, á heimaleikinn eftir og það skal enginn vanmeta Liverpool á Anfield.

Athugasemdir
banner
banner
banner