Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. febrúar 2020 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Atletico vann Liverpool - Haaland með tvennu
Saul fagnar markinu sem hann skoraði aðeins eftir fjórar mínútur.
Saul fagnar markinu sem hann skoraði aðeins eftir fjórar mínútur.
Mynd: Getty Images
Klopp með áhyggjusvip.
Klopp með áhyggjusvip.
Mynd: Getty Images
Magnaður þessi gæi.
Magnaður þessi gæi.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid og Borussia Dortmund tóku yfirhöndina í einvígum sínum gegn Liverpool og Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Atletico tók á móti Liverpool á Wanda Metropolitano, vellinum þar sem Liverpool vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Liverpool byrjaði með sitt sterkasta lið.

Heimamenn í Atletico byrjuðu mjög vel og þeir komust yfir eftir aðeins fjórar mínútur. Miðjumaðurinn Saul skoraði eftir hornspyrnu. Markið má sjá hérna.

Atletico var nálægt því að komast í 2-0 um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Alvaro Morata komst í ákjósanlega stöðu innan teigs eftir mistök Virgil van Dijk. Alisson gerði hins vegar vel og sá við honum. Stuttu síðar skoraði Mohamed Salah, en rangstaða var dæmd.

Liverpool var mikið meira með boltann, en Atletico var 1-0 yfir í hálfleik.

Atletico hefur verið þekkt fyrir það í gegnum tíðina að verjast mjög vel og það gerðu þeir í seinni hálfleiknum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, fékk besta færi Liverpool, í seinni hálfleiknum er hann fékk boltann í teignum. Skot hans fór hins vegar fram hjá markinu. Henderson þurfti síðar að fara meiddur af velli - vonandi fyrir Liverpool er það ekki alvarlegt.

Lokatölur 1-0 fyrir Atletico sem fer með forystu á Anfield - ekki þó sannfærandi forystu. Liverpool þekkir það nú vel að koma til baka í Meistaradeildinni.

Haaland getur ekki hætt að skora
Í Þýskalandi mættust Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain. Erling Braut Haaland byrjaði hjá Dortmund og hjá PSG byrjuðu stórstjörnurnar Neymar og Mbappe.

Haaland hefur verið duglegur að grípa fyrirsagnirnar frá því hann kom til Dortmund frá Salzburg í síðasta mánuði. Norðmaðurinn efnilegi hefur verið mjög drjúgur fyrir framan markið og það var hann auðvitað í kvöld.

Haaland kom Dortmund yfir á 69. mínútu, en stuttu síðar jafnaði Neymar eftir undirbúning Mbappe. Haaland hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta og kom hann Dortmund aftur yfir á 77. mínútu. Aðeins 19 ára þessi leikmaður, en hann er kominn með tíu mörk í sjö Meistaradeildarleikjum á tímabilinu.

Seinni leikirnir fara fram 11. mars og þetta er enn allt saman opið.
Borussia D. 2 - 1 Paris Saint Germain
1-0 Erling Haland ('69 )
1-1 Neymar ('75 )
2-1 Erling Haland ('77 )

Atletico Madrid 1 - 0 Liverpool
1-0 Saul ('4 )
Athugasemdir
banner
banner
banner